Gul tónleikaröð
hannu_lintu_stor
 • 9.12.2011 19:30
 • Harpa
 • Frá 2.000 kr. til 6.500 kr.
 • Kaupa miða

Beethoven-hringurinn II

Örlagasinfónían

Beethoven-hringurinn heldur áfram með tónleikum þar sem hljóma tvær gjörólíkar sinfóníur meistarans. „Hún er grannvaxin gyðja sem stendur milli tveggja norrænna risa“, sagði Robert Schumann um fjórðu sinfóníu Beethovens. Sú fjórða er vissulega styttri en Eroica og ekki eins átakanlega dramatísk og Örlagasinfónían. Hún býr hins vegar yfir smitandi lífsþrótti og heillandi fegurð, er björt, fersk og glaðvær, enda álíta margir hana eina af vanmetnustu tónsmíðum meistarans.

„Þannig banka örlögin á dyrnar“, á Beethoven að hafa sagt um upphafið að fimmtu sinfóníu sinni. Engir upphafstaktar hafa náð þvílíkri frægð og ekkert verk Beethovens hefur haft jafnmikil áhrif á síðari kynslóðir. Sá mikli dramatíski kraftur sem í verkinu býr hefur síður en svo dvínað á tveimur öldum. Barátta tónskáldsins við eigin örlög, heyrnarleysi og einmanaleika verður næstum áþreifanleg fyrir eyrum manns.

Þetta fundu áheyrendur strax við frumflutninginn 1808, og hin nýja sinfónía varð brátt eins konar stefnuskrá fyrir hinn nýja og tilfinningaþrungna rómantíska stíl. Þýska skáldið E.T.A. Hoffmann sagði nokkrum árum síðar: „Fimmta sinfónía Beethovens opnar flóðgáttir ógnar, ótta, hryllings og þjáningar, og vekur þá endalausu þrá sem er innsta eðli mannsandans.“

 • Stjórnandi
  Hannu Lintu
 • Efnisskrá
  Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 4
  og Sinfónía nr. 5, Örlagasinfónían

SendaMennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma