EN

Áskriftaraðir

Fyrirsagnalisti

Gul tónleikaröð

Gula röðin er afbragðskostur fyrir þá sem vilja heyra fjölbreytilega klassíska tónlist   með fjölda einleikara og söngvara.


Gula röðin á Spotify 


Rauð tónleikaröð

Fyrir þá sem vilja hlusta á stóra sinfóníuhljómsveit í öllu sínu veldi leika kröftuga og áhrifamikla tónlist í félagi við frábæra stjórnendur og einleikara. 


Rauða röðin á Spotify

 

 

Græn tónleikaröð

Þeir sem hafa gaman af vinsælli og grípandi klassískri tónlist ættu að kynna sér Grænu röðina enda fjölbreytt og skemmtilegt efnisval á starfsárinu þar sem árlegir Vínartónleikar bera hæst.

 


Litli tónsprotinn

Litli tónsprotinn er röð vandaðra og glæsilegra fjölskyldutónleika. Verkefnaval tónleikanna miðast við tónleikagesti frá fimm ára aldri. Á Litla tónsprotanum kynnast börn töfraheimi tónlistarinnar á lifandi og skemmtilegan hátt.

  

Kaupa áskriftEndurnýja áskrift

Lesa meira

Föstudagsröðin

Klukkustundarlangir tónleikar í Norðurljósum þar sem teflt er saman hljómsveitarverki og einleiksverki. Tilvalinn endapunktur á góðri vinnuviku eða frábær upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi.

Listrænn stjórnandi er Daníel Bjarnason

 

Kaupa áskrift Endurnýja áskrift

Regnbogakort

Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða mest til þín af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti með 20% afslætti Hægt er að kaupa Regnbogakort með í það minnsta fernum tónleikum eða fleiri, eftir því sem best hentar.

Námsmenn, 25 ára og yngri, fá 50% afslátt í miðasölu Hörpu.

Kaupa regnboga


Tryggðu þér áskrift að snilld

Áskrift að tónleikaröðum eða Regnbogakorti veitir þér öruggt sæti og 20% afslátt. Endurnýjaðu, keyptu tónleikaraðir eða Regnbogakort hér á vefnum á einfaldan hátt og sparaðu þér sporin.

Kaupa áskrift