Gul tónleikaröð
Beethoven_stor
 • 1.6.2012 19:30
 • Harpa
 • Frá 2.000 kr. til 6.500 kr.
 • Kaupa miða

Beethoven-hringurinn III

Beethoven-hringurinn III

Á þriðju tónleikunum í Beethoven-hring Sinfóníunnar hljóma tvær sérlega vinsælar og aðgengilegar sinfóníur meistarans. Beethoven var ákafur náttúruunnandi og kunni hvergi betur við sig en uppi í sveit með skissubók og blýant í hendi.

Eftir að hafa samið hina hádramatísku fimmtu sinfóníu venti hann kvæði sínu í kross og samdi Sveitasinfóníuna, sem hann gaf undirtitilinn „Minningar um sveitalífið.“ Fuglakvak, glaðværir sveitadansar, ógnvænlegt þrumuveður og ljúfir hjarðsöngvar eru meðal þess sem heyrist í sinfóníunni sem er vafalaust vinsælasta náttúrumúsík sögunnar að Árstíðum Vivaldis undanskildum.

Sjöunda sinfónía Beethovens er einhver glaðværasta og fjörugasta tónlist sem meistarinn festi á blað. Richard Wagner, sem dáði Beethoven öðrum tónskáldum framar, sagði að tónlistin væri eins og „dans í sinni fullkomnustu mynd“ enda einkennist verkið af rytmískri spennu í bland við léttar og leikandi laglínur. Þekktastur er án efa hægi kaflinn, sem oft hefur hljómað í kvikmyndum, meðal annars undir hápunkti myndarinnar The King's Speech þar sem Georg VI Bretlandskonungur ávarpaði þjóð sína við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari.

 • Stjórnandi
  Hannu Lintu
 • Efnisskrá
  Ludwig van Beethoven
  Sinfónía nr. 6, Sveitasinfónían og Sinfónía nr. 7

SendaMennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma