EN
Framhaldsskóla­tónleikar

Rakhmanínov

Rapsódía um stef eftir Paganini

Sinfóníutónleikar í Eldborg fyrir framhaldsskólanemendur.

Föstudagur 24. febrúar kl. 10:00

Hljómsveitarstjóri Jun Märkl
Einleikari Stephen Hough

Enski píanistinn Stephen Hough er einn fjölhæfasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur leikið í öllum virtustu tónleikasölum heims og varð fyrsti klassíski flytjandinn til að hljóta hin virtu MacArthur-verðlaun; auk þess hefur hann hljóðritað yfir 50 geisladiska sem hafa fengið frábærar viðtökur og meðal annars aflað honum átta Gramophone-verðlauna. Hann er einnig tónskáld og rithöfundur, auk þess að vera prófessor við Juilliard-skólann í New York. Í farteskinu í þetta sinn er hin fjöruga og skemmtilega Paganini-rapsódía Rakhmanínovs.


Nánari upplýsingar:
skolatonleikar@sinfonia.is