EN

Tónskáldið er dautt!

Fyrir 3.-7. bekk grunnskóla í Eldborg 

Fyrir 3.-7. bekk grunnskóla í Eldborg

Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 09:30
Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 11:00
Fimmtudagur 1. júní 2017 kl. 09:30
Fimmtudagur 1. júní 2017 kl. 11:00

Hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson
Kynnir Halldóra Geirharðsdóttir

Hefur þú heyrt það nýjasta frá Sinfó? —Tónskáldið er dautt!

Hafir þú heyrt hljómsveit leika listir sínar þá veistu að hljóðfærin hafa augljóslega eitthvað á samviskunni. Hvar nákvæmlega voru lágfiðlurnar umrætt kvöld? Varð einhver var við hörpuna? Eru skýringar trompetsins ekki ögn of kæruleysislegar? Í þessari flóknu morðgátu virðast allir hafa ástæðu, höggþétta fjarvistarsönnun — auk þess sem nánast allir gátu nýtt færið, hljóðfærið. En það breytir því ekki, að tónskáldið er dautt.

Þú gætir leyst gátuna upp á þitt einsdæmi. Taktu þátt í yfirheyrslunum yfir hinum grunuðu og leggðu við hlustir. Þú gætir heyrt nákvæmlega hvað gerðist þetta örlaga– og raunar almennt lagaríka kvöld.

Tónleikarnir vara í u.þ.b. 40 mínútur

Óskir um bókun / tóneikarnir eru uppbókaðir 

Óski skóli eftir því að bóka nemendur á skólatónleikana þarf að senda tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum: 

- Heiti tónleika sem óskað er eftir
- Dag- og tímasetning sem óskað er eftir
- Heildarfjöldi sæta (nemendur og fylgdarmenn)
- Í hvaða árgangi nemendur eru (t.d. 3. bekkur, á við alla nema leikskóla)
- Netfang og símanúmer tengiliðs skólans 

skolatonleikar@sinfonia.is