EN

Vögguvísur

Fyrir 1.-4. bekk í Norðurljósum

Fyrir 1.-4. bekk í Norðurljósum

Þriðjudagur 4. apríl 2017 kl. 11:00 
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 09:30 
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 11:00

Hljómsveitarstjóri Viktor Orri Árnason
Söngvarar og lagasmiðir Supriya Nagarajan og Greta Salóme
Útsetjarar Greta Salóme, Duncan Chapman og Vala Gestsdóttir
Skólakór Kársness, kórstjórar Þórunn Björnsdóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir
Gestalistamenn úr Austurbæjar- og Fellaskóla

Vögguvísur eru oft og tíðum fyrstu kynni manneskjunnar af tónlist. Megintilgangur vögguvísa er að stuðla að vellíðan og nánd: Að sefa og róa, auka á öryggiskennd og veita hlýju. Á þessum einstöku tónleikum verða vögguvísur frá ýmsum heimshornum fluttar með virkri þátttöku nemenda úr Austurbæjar- og Fellaskóla. Valið á vögguvísunum og framsetningin á þeim endurspeglar fjölbreytileika og heimamenningu flytjendanna. Sérstakur gestalistamaður tónleikanna auk Gretu Salóme og nemenda úr Austurbæjar- og Fellaskóla er ensk-indverkska söngkonan og tónskáldið Supriya Nagarajan sem kynnir vögguvísur frá sínu menningarsvæði, Indlandi.

Dagskrá

Night Music – Purvi (vögguvísa Supriyu)
In einem kleinen Apfel (vögguvísa frá Þýskalandi /Austurbæjarskóli)
Serbnesk vögguvísa (vögguvísa frá Serbíu/Austurbæjarskóli)
Brahms (dansarar frá Fellaskóla)
Bíum bíum bambaló (rapparar frá Skólakór Kársness)
Brindavi (danstónlist Supriyu)
Sofðu litli engill minn – (vögguvísa Gretu Salóme)
Ili Ili Tulog Anay (vögguvísa frá Filippseyjum/Fellaskóli)    
Cossack lullaby (vögguvísa frá Rússlandi/Fellaskóli)
Hljóðinnsetning (Supriya)

Nemendur úr Austurbæjarskóla Pétur Hafþór Jónsson
Nemendur úr Fellaskóla Guðni Franzson

Tónleikarnir vara í 50 mínútur

Því miður er takmarkaður sætafjöldi á þennan viðburð og ganga þátttökuskólar verkefnisins fyrir. Vegna mikils áhuga á verkefninu þá verða Vögguvísur á dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar aftur næsta haust.