EN

Vögguvísur

Fyrir 1.-4. bekk í Norðurljósum

Fyrir 1.-4. bekk í Norðurljósum

Þriðjudagur 4. apríl 2017 kl. 09:30 
Þriðjudagur 4. apríl 2017 kl. 11:00 
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 09:30 
Miðvikudagur 5. apríl 2017 kl. 11:00

Hljómsveitarstjóri Viktor Orri Árnason
Söngvarar og lagasmiðir Supriya Nagarajan og Greta Salóme
Útsetjarar Greta Salóme, Duncan Chapman og Vala Gestsdóttir
Skólakór Kársness, kórstjóri Þórunn Björnsdóttir
Gestalistamenn úr Austurbæjar- og Fellaskóla

Vögguvísur eru oft og tíðum fyrstu kynni manneskjunnar af tónlist. Megintilgangur vögguvísa er að stuðla að vellíðan og nánd: Að sefa og róa, auka á öryggiskennd og veita hlýju. Á þessum einstöku tónleikum verða vögguvísur frá ýmsum heimshornum fluttar með virkri þátttöku nemenda úr Austurbæjar- og Fellaskóla. Valið á vögguvísunum og framsetningin á þeim endurspeglar fjölbreytileika og heimamenningu flytjendanna. Sérstakur gestalistamaður tónleikanna auk nemanda úr Austurbæjar- og Fellaskóla er Supriya Nagarajan söngkona og tónskáld sem kynnir vögguvísur frá sínu menningarsvæði, Indlandi. 

Tónleikarnir vara í 50 mínútur
Bókun á viðburðinn auglýst síðar