EN

28. janúar 2017

Sinfonia.is - Vefur ársins 2016

Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta efnið á Íslensku vefverðlaunum 27. janúar 2017. Vann vefurinn einnig verðlaun sem Fyrirtækjavefur ársins og að lokum hlaut vefurinn verðlaun sem Vefur ársins 2016.

Í umsögn dómnefndar stendur:

Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er svo sannarlega í takt við ímynd fyrirtækisins og styður hana vel. Vandað hefur verið til verka þvert á í öllu efni og er samspil þess afar vel útfært. Vefurinn veitir skemmtilegt innsæi í hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða með nýjum leiðum til að fanga athygli nýrra markhópa og kynslóða. Á vef ársins slá allir þættir vefsins í takt.


Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur að undanförnu endurhugsað vef hljómsveitarinnar frá grunni í samstarfi við Hugsmiðjuna. Vefurinn fór í loftið í byrjun starfsársins í ágúst síðastliðnum eftir miklar endurbætur. Markmiðið með nýja vefnum var að auka gæði efnis og gera allt viðmót aðgengilegra og notendavænna.