EN

16. nóvember 2016

Sinfónían og Sono Luminus taka upp og gefa út íslensk tónverk

Daníel Bjarnason stýrir upptökum á 5 verkum

Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska plötuútgáfan Sono Luminus hafa tilkynnt samstarf sitt um upptökur og útgáfu á nýrri íslenskri tónlist. Fyrstu upptökurnar fara fram í desember undir stjórn Daníels Bjarnasonar, staðarlistamanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá stendur til að taka upp verk Þuríðar Jónsdóttur, Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hlyns A. Vilmarssonar og Önnu Þorvaldsdóttur auk verks eftir Daníel.

Framkvæmdastjóri Sono Luminus, Collin Rea segir um samstarfið: „Ég er hæst ánægður yfir nýju sambandi okkar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er ekki bara frábært skref fyrir alla heldur líka einhvern veginn náttúrulegt. Við hlökkum til þess að hefja upptökur með hljómsveitinni og þanning kynna eftirtektarverðustu íslensku tónskáldin í dag fyrir hlustendum.

Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir: „Að taka upp íslenska tónlist er eitt af mikilvægustu hlutverkum hljómsveitarinnar. Með samstarfinu við Sono Luminius náum við eyrum enn fleiri hlustenda.

Verkin sem verða tekin upp í fyrstu eru: Emergence eftir Daníel, Flow and Fusion efrir Þuríði og Aequora Maríu Huldar sem öll hafa hljómað á tónleikum Sinfóníunnar í nóvember, auk Dreaming eftir Önnu og nýs verks Hlyns. 

Sono Luminus var stofnað 1995 af Sandy Lerner og Len Bosack, stofnendum Cisco Systems. Útgáfan hefur hlotið margvísleg verðlaun og tilnefningar, svo sem til Grammy-verðlauna.

Nánar um Sono Luminus