EN

18. ágúst 2017

Tvær lausar stöður

Almennur kontrabassaleikari og fiðluleikarar

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar eftirfarandi stöður frá og með 2018.

Almennir fiðluleikarar - tvær stöður í 1. fiðlu

Hæfnispróf fer fram 27. nóvember 2017 í Hörpu.

Einleiksverk:
1. Mozart fiðlukonsert (1. kafli með kadensu) nr. 3 í G-dúr, nr. 4 í D-dúr eða nr. 5 í A-dúr.
2. Rómantískur fiðlukonsert að eigin vali (1. kafli með kadensu).

Almenn kontrabassastaða

Hæfnispróf fer fram 7. nóvember 2017 í Hörpu.

Einleiksverk:
1. Dittersdorf: Konsert í D-dúr (original E-dúr) (útg.Schott)
         1. kafli, allegro moderato, m/kadensu

2. Bottesini: Konsert nr. 2 í a-moll (original h-moll) (útg. York Ed.)      
         1. kafli, moderato (með cadenzu)
         2. kafli, andante                                                    

Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2017. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur, mannauðsstjóra (starf@sinfonia.is). 

Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnispróf.

Nánari upplýsingar er að finna hér og hjá mannauðsstjóra (starf@sinfonia.is) í síma 8985017.