EN

3. mars 2017

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands valin bjartasta vonin

Ungsveit Sinfóníunnar var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum, í flokki sígildrar- og samtímatónlistar, sem voru í Hörpu 2. mars síðastliðinn. Sinfóníuhljómsveit Íslands er stolt af frábærum árangri Ungsveitarinnar en eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara.

Ungsveitin hélt sína fyrstu tónleika árið 2009 og hefur síðan þá haldið árlega sinfóníutónleika. Á næsta starfsári flytur hún Vorblót Stravinskíjs undir stjórn Daniels Raiskin.

Á myndinni má sjá Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdarstjóra SÍ, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, verndara Ungsveitarinnar og konsertmeistara SÍ og Hjördísi Ástráðsdóttur, fræðslustjóra SÍ. Ásamt þeim tóku fjórir meðlimir úr Ungsveitinni á móti viðurkenningunni; Herdís Mjöll Guðmundsdóttir konsertmeistari Ungsveitarinnar, Hjörtur Páll Eggertsson, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Birkir Hafsteinsson.