EN

Hljóðfæraleikarar

Una Sveinbjarnardóttir

  • Deild: 1. fiðla
  • Starfsheiti: 3. konsertmeistari
  • Netfang: unafidla ( @ ) hotmail ( . ) com
Una lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Konzertexamen gráðu frá Universität der Künste Berlin. Kennarar hennar voru Thomas Brandis og Alban Berg strengjakvartettinn. Hún hefur frumflutt á Íslandi fiðlukonserta Phillip Glass og Kurt Weil, Draumnökkva Atla Heimis Sveinssonar, Fiðlukonsert Högna Egilssonar og Quasi Concerto Sveins Lúðvíks Björnssonar. Hún hefur leikið Shostakovich fiðlukonsert nr. 1 og fiðlukonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Una hefur leikið á plötum Bjarkar, Rammstein, Bonnie Prince Billy, Till Brönner, Ane Brun, Mugison og fjölda annarra. Hún lék í Útvarpshljómsveit Berlínar, RSB, og Þýsku óperunni um árabil og unnið með Pierre Boulez, Marek Janowski, Mstislav Rostropovich, Krystof Penderecki og Heinz Holliger. Una er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og hefur verið gestakonsertmeistari Klassische Philharmonie Bonn, Trondheim Symfoniorkester og hljómsveit Íslensku Óperunnar. Hún gegndi stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tvennum tónleikum í nóvember 2011 og mun leiða hljómsveitina aftur í haust. Una leikur á Camillo Camilli fiðlu smíðaða 1732.