EN

Hljóðfæraleikarar

Hrafnkell Orri Egilsson

  • Deild: Selló
Hrafnkell Orri Egilsson lauk burtfararprófi í sellóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1996 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hrafnkell Orri lauk Diplom-prófi frá Tónlistarháskólanum í Lübeck í , Þýskalandi árið 2002, þar sem aðalkennari hans var prófessorProf. Ulf Tischbirek. Hann var einnig nemandi Jean-Marie Gamards við Conservatoire National Superieur í París um tíma. Hrafnkell var styrkþegi Minningarsjóðs Jean-Pierre Jacquillat árið 2000. Veturinn 2000-2001 var Hrafnkell Orri fastráðinn sellóleikari við Fílharmoníusveitina í Lübeck. Auk þess að starfa við hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands er Hrafnkell Orri meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur. Hann hefur einnig komið fram með CaputCAPUT-hópnum og á Sumartónleikum í Skálholti. Hrafnkell Orri er stofnandi Salonhljómsveitarinnar L'amour fou sem haldið hefur tónleika víða á síðustu misserum.