EN

Hljóðfæraleikarar

Svava Bernharðsdóttir

  • Deild: Víóla
Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, stundaði fiðlunám m.a. hjá Gígju Jóhannsdóttur og Rut Ingólfsdóttur. Næstu árin nam Svava í Eþíópíu, Illinois (kennari: John Kendall), Hollandi (kennari: Nobuko Imai) og New York (kennarar: William Lincer og Karen Tuttle) og lauk doktorsprófi (DMA) 1989 við Juilliard-tónlistarháskólann. Þar vann hún 1. og 2. verðlaun í víólueinleikarakeppnum skólans. Lokaverkefni hennar þar fjallaði um sögu og þróun íslensks fiðlu- og víóluleiks. Svava var næstu árin við nám og störf í Sviss, Þýskalandi og Slóveníu. Svava var aðstoðarleiðari víóludeildar S.Í. 1993 - 1994 og gegndi sömu stöðu við Slóvensku Fílharmóníuhljómsveitina 1994 - 2006, var víóluleiðari við Slóvensku strengjasveitina og Osterc nútímatónlistarhóp og dósent í víóluleik við Tónlistarakademíu Ljubljana. Leik Svövu má m.a. heyra á geisladiskunum Svaviola (Skref 1995) og Svaviola II (ÍTM 2005). Einleikur með hljómsveit er m.a. Hindemith með Juilliard Symphony, Mozart með S.Í. og Bartók með Slóvensku Fílharmóníunni. Frá 2006 er Svava búsett hér, kennir við Listaháskólann og Tónlistarskóla Kópavogs og tekur virkan þátt í flutningi kammertónlistar, nútímatónlistar, flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri og er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands.