September 2014

september 2014

(Sleppa dagatali)
M Þ M F F L S M Þ M F F L S M Þ M F F L S M Þ M F F L S M Þ
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30

volkov_listi

Ilan Volkov

Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Ilan Volkov fæddist í Ísrael árið 1976 og hóf tónlistarnám ungur að árum. Hann varð aðstoðarstjórnandi Northern Sinfonia á Englandi 19 ára gamall og árið 1997 tók hann við samskonar stöðu við hlið Seijis Ozawa við Sinfóníuhljómsveitina í Boston. Hann var valinn aðalstjórnandi skosku BBC-hljómsveitarinnar árið 2003 og var þá yngsti stjórnandinn til að hreppa slíka stöðu við bresku útvarpshljómsveitirnar. Hann stýrði hljómsveitinni meðal annars á Proms- og Edinborgarhátíðunum, og lagði sig fram um að kynna nýja tónlist meðan hann gegndi stöðunni, nú síðast nýjan sellókonsert eftir Unsuk Chin með einleikaranum Alban Gerhardt á Proms-hátíðinni 2009.

Meðal þeirra hljómsveita sem Volkov stýrir reglulega eru Fílharmóníuhljómsveitirnar í Ísrael, München og Rotterdam, Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham, Orchestre de Paris og Þjóðarhljómsveitin í Washington. Volkov er einnig mikils metinn óperustjóri, hefur stýrt Lundúnafílharmóníunni í Draumi á Jónsmessunótt eftir Britten á Glyndebourne-hátíðinni, Peter Grimes við Þjóðaróperuna í Washington og Evgéní Ónégin við San Francisco-óperuna.

Volkov hljóðritar fyrir Hyperion-útgáfuna og hlaut Gramophone-verðlaunin 2009 fyrir hljóðritun sína af hljómsveitarverkum Benjamins Britten. Á nýjustu diskum hans er að finna verk eftir Stravinskíj og Janácek, og hafa þeir einnig hlotið afbragðs viðtökur gagnrýnenda. Volkov er búsettur í Ísrael og hefur meðal annars stofnað þar tónlistarklúbbinn Levontin 7, þar sem leikin er jöfnum höndum klassísk tónlist, djass, rokk og elektróník.  Ilan Volkov tók við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands í september 2011.Mennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma