Hljómsveitin

Þórdís Stross

  • Netfang: salt8 ( @ ) simnet ( . ) is
Þórdís Stross hóf fiðlunám í Barnamúsíkskólanum hjá Gígju Jóhannsdóttur og síðar hjá Mark Reedman í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift 1985 hélt hún til Þýskalands í framhaldsnám þar sem hún lærði hjá prófessor Josef Märkl í Köln og Oscar Yatco í tónlistarháskólanum í Hannover. Frá 1990 hefur Þórdís verið fastráðin við SÍ þó tengsl hennar við hljómsveitina séu mikið eldri þar sem móðir hennar lék í 35 ár í hljómsveitinni. Þórdís hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum hér heima og erlendis og starfað með ýmsum tónlistarhópum. Hún hefur alltaf haft gaman að kennslu og kennir nú við Allegro Suzuki-tónlistarskólann og er enn að bæta við sig réttindum í Suzuki-kennslu. Til andlegrar upplyftingar þykir Þórdísi þó fátt betra en að stíga upp í sinn fjallabíl og hverfa á vit fjallanna.
 


Mennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma