Hljómsveitin

Bryndís Halla Gylfadóttir

  • Starfsheiti: í leyfi
  • Netfang: brynka ( @ ) hive ( . ) is
Bryndís Halla Gylfadóttir lauk einleikaraprófi fra Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Eftir það hélt hún til náms í Boston við New England Conservatory þar sem kennarar hennar voru Lawrence Lesser og Colin Carr. Hún lauk þar Mastersnámi árið 1989. Árið 1990 tók Bryndís Halla við leiðandi stöðu sellóleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir því starfi nú. Bryndís Halla hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, jafnt sem einleikari og í kammertónlist. Hún er félagi í Trio Nordica, Ethos kvartettinum og Caput hópnum. Hún hefur leikið inn á fjölda geisladiska. Auk þess að leika á tónleikum hér á landi spilar Bryndís reglulega á tónleikum bæði í Evrópu og Asíu.Auk þess að leika hér heima kemur Bryndís Halla reglulega fram sem einleikari í Evrópu og Asíu.
 


Mennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma