EN

Aðrar tónleikaseríur

Fyrirsagnalisti

Norræna serían

Á fjölmörgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur má finna áhugaverð og rismikil verk norrænna tónskálda og einleikara í fremstu röð. Meðal einleikara og einsöngvara sem fram koma eru dansk-sænski sellósnillingurinn Andreas Brantelid, finnski klarínettleikarinn Kari Kriikku og sópransöngkonan Helena Juntunen, en meðal norrænna tónskálda má nefna Magnus Lindberg, Kaiju Saariaho, Kalevi Aho og Jean Sibelius. Saman mynda þessir tónleikar norræna röð þar sem töfrandi tónmál snillinga frá 19. öld fram á okkar daga er í forgrunni.

Kaupa Regnbogakort

Beethoven á döfinni

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands  á næstunni verða flutt mög helstu tónverka Beethovens.

 

Kaupa Regnbogakort

Einleikarar í fremstu röðEnginn verður svikinn af því að setja þessa snillinga á Regnbogakortið sitt!

Framúrskarandi fiðuleikarar

 

Það verður sannkölluð fiðluveisla í hverjum mánuði fram á sumar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hver fiðluleikarinn á fætur öðrum stígur á svið með hljómsveitinni í Eldborg. 

Yan Pascal Tortelier
aðalhljómsveitarstjóri

Yan Pascal Tortelier tók við stjöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands í september 2016. Hann stýrir sjö fjölbreyttum tónleikum á starfsárinu. 

Hægt er að kaupa Regnbogakort með Tortelier-seríunni og þannig fylgjast með hljómsveitinni vaxa undir stjórn hans.

Kaupa Regnbogakort

Íslensk tónlist

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur að fjölda íslenskra tónverka á starfsárinu og er tónlistina að finna á margvíslegum tónleikum; hefðbundnum áskriftartónleikum eða tónleikum tileinkuðum íslenskri eða nýrri tónlist. Á starfsárinu hljómar m.a. tónlist Þuríðar Jónsdóttur, Daníels Bjarnasona, Valgeirs Sigurðssonar, Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hauks Tómassonar og Þorkels Sigurbjörnssonar.