EN

Barnastund

Fyrri barnastund vetrarins, fyrir yngstu hlustendurna

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
17. sep. 2016 » 11:30 » Laugardagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Kynnir

    Hjördís Ástráðsdóttir

Í fyrri Barnastund vetrarins má meðal annars heyra danstónlist af ýmsum toga frá ólíkum menningarsvæðum ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga.

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Leiðarar á Barnastundum SÍ eru konsertmeistararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Nicola Lolli en kynnir er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hljóm- sveitarinnar. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús.

Barnastundin er 30 mínútur og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.