EN

Föstudagsröðin

Brahms og barokkið

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
12. maí 2017 » 18:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa 2.800 kr.

Johannes Brahms hafði sterka söguvitund og hafði sérstakt dálæti á tónlist þýskra barokkmeistara, ekki síst verkum Bachs. Hann stjórnaði verkum hans og gerði af þeim útsetningar, en áhrifin komu einnig fram í tónlistinni sjálfri. Í lokaþætti hinnar mögnuðu fjórðu sinfóníu notar hann til dæmis stef sem upphaflega kom úr einni af kantötum Bachs, og smíðar yfir það mikilfengleg tilbrigði samkvæmt lögmálum barokktónlistarinnar. 

Upptakt að flutningi SÍ að þessu sinni gefur Schola cantorum, sem flytur eina af hinum stórkostlegu mótettum Bachs fyrir tvo kóra sem kallast á með eftirminnilegum hætti.