EN

Brantelid leikur Dvořák

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
10. nóv. 2016 » 19:30 » Fimmtudagur Harpa 2.500 - 7.200 kr.
  • Efnisskrá

    María Huld Markan Sigfúsdóttir Aequora
    Antonín Dvořák Sellókonsert
    Jean Sibelius Sinfónía nr. 2

  • Hljómsveitarstjóri

    Yan Pascal Tortelier

  • Einleikari

    Andreas Brantelid

Hinn sænsk-danski Andreas Brantelid er ekki nema 29 ára en hefur þó verið meðal eftirsóttustu sellóleikara Norðurlanda í  áratug. Hann sigraði í Júróvisjón-keppni ungra einleikara árið 2006 og hlaut menningarverðlaun dönsku krónprinshjónanna árið 2009. Hann leikur á Stradivarius-selló frá árinu 1707 og innlifuð spilamennska hans á einkar vel við sellókonsert Dvořáks. Konsertinn er eitt vinsælasta verk sinnar gerðar, sneisafullt af eftirminnilegum stefjum.

Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur var frumflutt á Tectonics-hátíðinni nú í vor við mikla hrifningu viðstaddra. Latneska heitið merkir slétt yfirborð og hljómur orðsins sjálfs er eins konar útgangspunktur fyrir verkið.

Sinfónía nr. 2 eftir Sibelius er eitt af lykilverkum þessa sinfóníusnillings. Hann samdi stærstan hluta hennar á Ítalíu árið 1901 og ritaði vini sínum í Finnlandi um sama leyti: „Ég er ástfanginn upp fyrir haus af nýja verkinu. Ég get hreinlega ekki rifið mig frá því!“ Seinna sagði hann að verkið væri „játning sálar minnar“, og engin norræn sinfónía fyrr né síðar hefur notið þvílíkra vinsælda um allan heim en einmitt þetta kröftuga og glaðværa verk. 

Sækja tónleikaskrá