EN

Fantasía Disneys

Bíótónleikar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
6. okt. 2016 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 4.500 kr.
7. okt. 2016 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 4.500 kr.
8. okt. 2016 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.500 - 4.500 kr.
  • Efnisskrá

    Walt Disney Fantasía

  • Hljómsveitarstjóri

    Ted Sperling

Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin með heillandi myndefni.

Hér er hvert atriðið öðru eftirminnilegra: Mikki mús reynir fyrir sér við töfrabrögð við tóna úr Lærisveini galdrameistarans eftir Dukas; fígúrur úr klassískri goðafræði dansa við Sveitasinfóníu Beethovens, fílar og flóðhestar dansa fimlega við Stundadans Ponchiellis, hnúfubakar fljúga við tóna úr Furum Rómaborgar eftir Respighi.

Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár. 

ATH: Tónleikarnir laugardaginn 8. október verða kl. 17, en ekki kl. 14 eins og áður hafði verið ráðgert. 

Tóneikarnir eru hluti af dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2016. Handhafar RIFF-passa fá 20% afslátt af miðaverði.
 

Sækja tónleikaskrá