EN

Ibragimova spilar Brahms

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
26. maí 2017 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.200 kr.

Alina Ibragimova er einn áhugaverðasti fiðluleikari sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðustu ár. Hún leikur jöfnum höndum barokktónlist og nútímaverk, hefur flutt allar sónötur Beethovens og Mozarts í Wigmore Hall, og var staðarlistamaður Proms-tónlistarhátíðarinnar árið 2015. Yndisfagur fiðlukonsert Brahms er meðal þeirra verka hans sem oftast eru flutt, enda nær hann hér fullkomnu jafnvægi milli hins blíða og kraftmikla, hins háfleyga og jarðbundna.

Sjaldan hefur eitt tónskáld átt jafn mikið undir viðtökum einnar tónsmíðar og þegar fimmta sinfónía Dmítrjís Sjostakovitsj var frumflutt í Leníngrad árið 1937, einu harðasta ári ógnarstjórnar Stalíns. Tónlistin er hádramatísk og margir telja sinfóníuna einhverja þá mögnuðustu sem samin var á 20. öld.

Þessir tónleikar verða tileinkaðir minningu Björns Ólafssonar fiðluleikara, í tilefni þess að árið 2017 er öld liðin frá fæðingu hans. Björn var fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og lék Brahms-konsertinn þrívegis með sveitinni. 

Sækja tónleikaskrá