EN

Klassíkin okkar

Heimur óperunnar

 • 1. sep. » 20:00 Eldborg | Harpa 2.400 - 4.500 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Dagskrá tónleikanna kynnt síðar

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einsöngvarar

  Þóra Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Suzanne Fischer, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson

 • Kórar

  Kór Íslensku óperunnar
  Óperukórinn í Reykjavík

Hver er uppáhalds óperuarían þín? Er það Nessun dorma úr Turandot eða aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni? Eða kannski Söngurinn til mánans eftir Dvořák? Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem haldnir voru í fyrrahaust vöktu mikla hrifningu og nú verður leikurinn endurtekinn með áherslu á óperutónlist. RÚV í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna efnir til netkosningar þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis óperuaríurnar sínar. Þær aríur sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á tónleikum í Eldborg sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og fremstu söngstjörnur Íslands verða til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar.

Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.