EN

Leila Josefowicz

Kammertónleikar í Norðurljósum

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
3. okt. 2017 » 19:30 » Þriðjudagur Norðurljós | Harpa 3.900 kr.

Leila Josefowicz hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð fiðluleikara í Norður-Ameríku og það er sérstakt ánægjuefni að hún skuli halda tvenna tónleika á LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kammertónleika 3. október og konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. október. 

Josefowicz hefur átt farsælt samstarf við tónskáldið John Adams og verk hans hljóma á báðum efnisskrám hennar á Íslandi. Road Movies er fjörugt verk sem tónskáldið segir að eigi að minna á ökuferð gegnum landslag sem breytist hægt – en breytist þó. Dökk og tilfinningaþrungin fiðlusónata Prokofíevs er meðal helstu meistaraverka hans, samin í Sovétríkjunum á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Á tónleikum 5. október næstkomandi leikur hún Scheherazade.2 eftir John Adams með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagana 3. – 12. október.

Sækja tónleikaskrá