EN

Auður Edda Erlendsdóttir

Klarínettuleikari

Auður Edda Erlendsdóttir er fædd árið 1994. Hún hóf nám í klarínettuleik sjö ára gömul við Tónlistarskóla Seltjarnarness þar sem kennarar hennar voru Lárus Halldór Grímsson og Haukur Gröndal. Þar spilaði hún bæði djass og þjóðlagatónlist. Árið 2011 færði Auður Edda sig yfir í Tónlistarskólann í Reykjavík til að leggja stund á klassíska tónlist hjá Freyju Gunnlaugsdóttur. Hún lauk framhaldsprófi þaðan árið 2013 og útskrifaðist 2014 með burtfararpróf. Auður Edda stundar nú nám við Liszt Ferenc-tónlistarakademíuna í Búdapest hjá Szatmári Zsolt og Pálfi Csaba. Hún hefur sótt meistaranámskeið hjá Wenzel Fuchs, Tibor Rehman, Stephan Vermeersch, Paolo Ravaglia og fleirum.