EN

Bernharður Wilkinson

Hljómsveitarstjóri

Bernharður Wilkinson er fæddur á Englandi árið 1951. Hann var kórdrengur í Westminster Abbey í London, en stundaði síðan nám við Royal Northern College of Music í Manchester. Hann fluttist til Íslands árið 1975 og tók við stöðu flautuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík og víðar. Hann var stofnfélagi í Blásarakvintett Reykjavíkur og stjórnaði Söngsveitinni Fílharmóníu um árabil, auk þess sem hann stýrði Kammersveit Reykjavíkur á fjölda tónleika. Bernharður hefur verið fastagestur sem stjórnandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands um langt árabil og var um skeið aðstoðarstjórnandi sveitarinnar. Hann hefur stjórnað hljómsveitum og kórum víða um Evrópu, meðal annars í St. Pétursborg í Rússlandi, og hefur verið búsettur í Færeyjum undanfarin ár.