EN

Calder-strengjakvartettinn

Calder-strengjakvartettinn er einn fremsti strengjakvartett Bandaríkjanna. Kvartettinn var stofnaður árið 1998 af þáverandi nemendum við Kaliforníuháskólann í Los Angeles. Kvartettinn hlaut hin virtu Avery Fisher-verðlaun árið 2014 og hefur vakið mikla athygli fyrir að panta og flytja ný tónverk eftir unga tónsmiði. Kvartettinn hefur nýverið haldið tónleika m.a. í Lincoln Center í New York, Metropolitan-listasafninu, Wigmore Hall og Barbican í Lundúnum, og á Salzburgar-hátíðinni. Meðal þeirra listamanna sem kvartettinn hefur starfað með eru tónskáldin Thomas Adès og Peter Eötvös, sópransöngkonan Barbara Hannigan og fiðluleikarinn Joshua Bell.

Kvartettinn hefur komið fram í sjónvarpi, m.a. í vinsælum sjónvarpsþáttum með David Letterman, Jay Leno og Jimmy Kimmel. Þeir hafa einnig leikið tónlist við leikna sjónvarpsþætti og leikið inn á nokkra hljómdiska sem fengið hafa frábærar viðtökur.