EN

James Ehnes

Fiðluleikari

Kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes hefur komið fram í 37 þjóðlöndum í fimm heimsálfum og telst með fremstu fiðluleikurum sinnar kynslóðar. Hann hefur nýverið komið fram með Fílharmóníuhljómsveitinni í New York, Mozarteum-hljómsveitinni í Salzburg, og hefur haldið tvenna einleikstónleika í Wigmore Hall á síðustu misserum. Hann hefur hljóðritað yfir 40 hljómdiska með tónlist allt frá Bach til John Adams. Hann hefur tekið upp fjóra diska með tónlist Bartóks, og hljóðritað öll fiðluverk Tsjajkovskíjs. Hljóðritanir hans hafa hlotið ótal verðlaun, meðal annars Grammy- og Gramophone-verðlaun. 

Ehnes fæddist árið 1976 í Manitoba í Kanada. Hann hóf fiðlunám fjögurra ára gamall og varð nemandi hins kunna fiðluleikara Francis Chaplin níu ára að aldri. Hann lék einleikskonsert með sinfóníuhljómsveitinni í Montréal 14 ára gamall, og lærði við Juilliard-skólann frá 1993-97. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn, er meðal annars heiðursfélagi Royal Academy of Music. Hann lék áður á Íslandi haustið 2014, með Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto. Ehnes leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1715.