EN

Rakhmanínov og Beethoven

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
23. feb. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.200 kr.

Enski píanistinn Stephen Hough er einn fjölhæfasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur leikið í öllum virtustu tónleikasölum heims og varð fyrsti klassíski flytjandinn til að hljóta hin virtu MacArthur-verðlaun; auk þess hefur hann hljóðritað yfir 50 geisladiska sem hafa fengið frábærar viðtökur og meðal annars aflað honum átta Gramophone-verðlauna. Hann er einnig tónskáld og rithöfundur, auk þess að vera prófessor við Juilliard-skólann í New York. Í farteskinu í þetta sinn er hin fjöruga og skemmtilega Paganini-rapsódía Rakhmanínovs.

Auk þess hljóma fjórir dansar Dvořáks þar sem slavnesk sveitastemning ríkir, og hin bráðskemmtilega fjórða sinfónía Beethovens. Jun Märkl er einn fremsti túlkandi Vínarklassíkur meðal stjórnenda samtímans, enda stjórnar hann meðal annars við Vínaróperuna á hverju starfsári.

Sækja tónleikaskrá