EN

Ravel og Prokofíev

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
8. mar. 2018 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
  • Efnisskrá

    Charles Gounod Sinfónía nr. 2
    Sergej Prokofíev Fiðlukonsert nr. 1
    Maurice Ravel La valse

  • Hljómsveitarstjóri

    Yan Pascal Tortelier

  • Einleikari

    Nicola Lolli

Tónleikakynning » 8. mar. kl. 18:00

Ítalski fiðluleikarinn Nicola Lolli er tónelskum Íslendingum að góðu kunnur. Hann starfaði áður við Santa Cecilia-hljómsveitina í Róm en tók við stöðu konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2014. Nú kemur hann í fyrsta sinn fram sem einleikari með hljómsveitinni, í glæsilegum fiðlukonserti Prokofíevs frá árinu 1917 sem var hans afkastamesta ár. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar á þessu starfsári tvær sinfóníur eftir Charles Gounod, eitt helsta óperutónskáld Frakklands á 19. öld. Sú síðari þeirra er mikilfengleg og með rómantísku ívafi, eins konar svar hins franska tónskálds við tónlist Schumanns.

Tónleikunum lýkur á hinu kraftmikla La valse eða Valsinum, þar sem Ravel teygir og togar tákn Vínarborgar í tónlistinni svo jaðrar við skrumskælingu, enda verkið samið skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar enn var ekki gróið um heilt meðal hinna stríðandi þjóða. Sinfóníuhljómsveitin nýtur sín hér til fulls enda var Ravel einn snjallasti hljómsveitarútsetjari sem sögur fara af. 

Sækja tónleikaskrá