EN

Ungsveitin leikur Tsjajkovskíj

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
25. sep. 2016 » 17:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 2.500 kr.
  • Efnisskrá

    Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 5

  • Hljómsveitarstjóri

    Eivind Aadland

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri. Nú stjórnar Eivind Aadland hljómsveitinni öðru sinni, en hann hefur fyrir löngu áunnið sér gott orð hér á landi með innblásinni túlkun og listfengi í starfi sínu með SÍ.

Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er ein af hinum glæsilegu hljómsveitarverkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs. Þetta eru tónleikar sem áhugafólk um framtíð tónlistarlífs á Íslandi má ekki láta fram hjá sér fara.

Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Sækja tónleikaskrá