olafur_arnalds_stor
 • fimmtudagur, 31.október 2013, 19:00
 • Harpa
 • Airwaves
 • Kaupa miða

Sinfónían á Iceland Airwaves

Ólafur Arnalds og Elfa Rún

Á þessum tónleikum á Iceland Airwaves munu leiðir Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands liggja saman í fyrsta sinn. Ólafur Arnalds skipar sér í hóp íslenskra tónlistarmanna sem borið hafa hróður landsins um víða veröld. Hann nýtur vinsælda og virðingar sem eitt af færustu tónskáldum samtímans á sínu sviði. Í starfi sínu hefur Ólafur ferðast víða um Evrópu, Norður Ameríku og til Kína. Frá árinu 2009 hefur hann samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Nýjustu dæmin eru breska spennuþáttaröðin Broadchurch (2013) og bandarísku kvikmyndirnar Another Happy Day (2011) og Gimm Shelter
(2009). Þá heyrist tónlist Ólafs í hinum vinsælu Hollywood myndum The Hunger Games og Looper.

For Now I Am Winter er þriðja plata Ólafs Arnalds. Í tónverkinu gætir áhrifa úr ólíkum áttum, en með því að blanda saman klassík, poppi og elektróník verður til einstök smíði. Í fyrsta skipti notar Ólafur raddir í verkum sínum en í fjórum lögum hljómar söngur Arnórs Dan Arnarsonar. Þá fékk Ólafur bandaríska tónskáldið Nico Muhly til að aðstoða sig við útsetningar.

Hljómsveitarstjórinn André de Ridder er meðal áhugaverðustu og fjölhæfustu stjórnendum samtímans. Hann er þekktur fyrir dirfsku í verkefnavali og samvinnu tónlistarfólks úr ólíkum geirum. Hann hefur stjórnað nafntoguðum hljómsveitum bæði austan hafs og vestan og í mars á þessu ári stjórnaði Ridder tónlist Ólafs Arnalds í Barbican tónlistarmiðstöðinni í Lundúnum.

Árstíðir Vivaldis  í endurgerð Max Richter voru frumfluttar í London í lok október síðastliðnum undir stjórn André de Ridder og hljóðritun í útgáfu Deutsche Grammophone rauk strax upp í efsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
 
Einleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim fyrir glæsilegan leik og túlkun og sigraði hún meðal annars í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig.

 

 

 • Efnisskrá
  Max Richter
  Árstíðirnar fjórar
  Ólafur Arnalds
  For now I am winter
 • Stjórnandi
  André de Ridder
 • Einleikari
  Elfa Rún Kristinsdóttir
 • Einleikari
  Ólafur Arnalds
 • Einsöngvari
  Arnór Dan Arnarson

SendaMennta- og menningarmálaráðuneyti Reykjavíkurborg

Gamma