Sinfóníuhljómsveit Íslands

EN

Tónleikar framundan

Skálmöld og Sinfó 22. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 23. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 24. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 25. ágú. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

 

Klassíkin okkar -
uppáhalds íslenskt
31. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Hver er uppáhalds íslenska tónsmíðin þín? Er það Brennið þið, vitar eftir Pál Ísólfsson eða Smávinir fagrir eftir Jón Nordal? Eða kannski Vökuró eftir Jórunni Viðar? Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi verður leikurinn nú endurtekinn með áherslu á íslenska tónlist 20. og 21. aldar. Landsmenn geta valið eftirlætis íslensku tónverkin sín í kosningu á www.ruv.is. 

Þær tónsmíðar sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á sérstökum hátíðartónleikum í Eldborg sem um leið eru upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en auk þess verða fremstu einsöngvarar og kórar Íslands til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar. Netkosningu er lokið og verður efnisskrá tónleikanna kynnt síðar.

Kynnar eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson en tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

 

Ravel og Bartók 6. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

 

Sumarnætur 13. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Sumarstemning ríkir á þessum tónleikum þótt farið sé að hausta. Hér hljómar hinn ljóðræni lagaflokkur Sumarnætur eftir Berlioz, sem margir telja eitt hans besta verk, ásamt fjörmiklum forleik Mendelssohns að Jónsmessunæturdraumi Shakespeares, sem tónskáldið samdi aðeins 17 ára gamall. Véronique Gens er fremsta sópransöngkona Frakklands um þessar mundir. Hún er fastagestur við óperuhús á borð við Covent Garden, Glyndebourne og Parísaróperuna, og söng fyrr á þessu ári með Berlínarfílharmóníunni við frábærar undirtektir. Nýjasti geisladiskur hennar var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone og tónlistarrýnir Guardian var sömuleiðis yfir sig hrifinn, sagði að söngur hennar væri „töfrandi“.

Seinni hluti tónleikanna er helgaður litríkri tónlist Richards Strauss. Á eftir serenöðu hans fyrir blásara hljómar hið mikilfenglega tónaljóð Tod und Verklärung (Dauði og uppljómun), þar sem lýst er þönkum listamanns á dauðastundu. Hér fær litríkur tónavefur Strauss að njóta sín bæði í tignarlegum hápunktum sem og í fíngerðustu stemningum hljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

 

Þóra syngur Strauss 20. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Petri Sakari hefur verið einn helsti samstarfsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil og framlag hans til vaxtar hljómsveitarinnar er ómetanlegt. Í nóvember 2018 fagnar Petri sextugsafmæli sínu og um sama leyti eru liðin 30 ár frá því að hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, sem sannarlega var gæfuspor. Í tilefni af þessu tvöfalda afmæli stjórnar Sakari efnisskrá helgaða tveimur meisturum hljómsveitartónlistar: Pjotr Tsjajkovskíj og Richard Strauss.

Tónaljóð Strauss um skálkinn Ugluspegil er eitt hans dáðasta verk, hrein skemmtimúsík þar sem uppátæki sagnapersónunnar eru útlistuð með óborganlegum hætti. Fjórir síðustu söngvar voru síðasta verkið sem Strauss lauk við, kominn á níræðisaldur í rústum heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1948. Angurvær tónlistin hefur yfir sér rómantískan blæ og silkimjúkar sópranhendingarnar eru með því fegursta sem fest hefur verið á blað. Hér er það Þóra Einarsdóttir sem flytur verkið, en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta og dáðasta söngkona þjóðarinnar. Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er eitt af hinum glæsilegu hljómsveitarverkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.

 

Ungsveitin spilar Shostakovitsj 23. sep. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

 

Ari Eldjárn og Sinfó 28. sep. 19:30 Eldborg | Harpa 29. sep. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

 

Fleiri tónleikar


Efst á baugi

Regnbogakort

Settu saman þína eigin tónleikaröð með 20% afslætti Kaupa Regnbogakort

Tryggðu þér áskrift að snilld

Nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið kynnt til leiks. Dagskráin á næsta starfsári verður fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna. 

Tryggðu þér áskrift eða endurnýjaðu á einfaldan og öruggan hátt.

Kaupa áskrift ENDURNÝJA