Sinfóníuhljómsveit Íslands

EN

Tónleikar framundan

Fjölskyldutónleikar á Menningarnótt 18. ágú. 15:00 Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis

Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt fá ungir hlustendur á öllum aldri að kynnast stuttlega þeim fjölbreyttu og skemmtilegu verkum sem flutt verða á Litla tónsprotanum, áskriftarröð fjölskyldunnar, á starfsárinu. Auk nýrra tónlistarævintýra um Maxímús Músíkús og Strákinn og slikkeríið verða leikin brot úr Leikfangasinfóníunni og rykið dustað af dansskónum í skemmtilegum slögurum. 

Brynhildur Guðjónsdóttir leiðir hlustendur inn í heim hinnar sinfónísku tónlistar og hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bjarni Frímann Bjarnason.

 

Opið hús á Menningarnótt 18. ágú. 17:00 Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis

 

Skálmöld og Sinfó 22. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 23. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 24. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa 25. ágú. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í nóvember 2013 vöktu verðskuldaða athygli. Gagnrýnandi Morgunblaðsins kallaði þá „málmmessu áratugarins“ og komust færri að en vildu á þrenna tónleika. Upptaka frá tónleikum náði platínusölu og vegna fjölda áskorana er nú komið að því að Skálmöld og Sinfónían taki höndum saman á ný. Á tónleikum verður töluvert af nýju efni í bland við lög sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.

Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 22. ágúst kl. 20:00. Miðarnir fara í sölu 7. júní kl. 12:00.

 

Klassíkin okkar -
uppáhalds íslenskt
31. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi var leikurinn endurtekinn með áherslu á íslenska tónlist 20. og 21. aldar. Landsmenn gátu valið eftirlætis íslensku tónverkin sín í kosningu á ruv.is og munu þau tónverk sem voru hlutskörpust hljóma á sérstökum hátíðartónleikum í Eldborg sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Einleikarar á tónleikunum verða Sæunn Þorsteinsdóttir sem leikur Bow to String eftir Daníel Bjarnason og Emilía Rós Sigfúsdóttir sem flytur Siciliano eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson og Þóra Einarsdóttir. Einnig koma fram Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar, Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Daníel Bjarnason.

Kynnar eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson en tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

 

Ravel og Bartók 6. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Hinn franski Renaud Capuçon er einn fremsti fiðluleikari samtímans og ferðast um heiminn með Guarnierus-fiðluna sem áður var í eigu kennara hans, Isaac Stern. Á milli þess sem hann leikur kammertónlist með Mörthu Argerich og einleik með Berlínarfílharmóníunni stjórnar hann sinni eigin tónlistarhátíð í Aix-en- Provence. Á upphafstónleikum starfsársins leikur Capuçon glæsilegan fiðlukonsert Bartóks þar sem þjóðlegir dansar og nýrri stílbrögð módernismans fléttast saman með snilldarlegum hætti.

Píanótríó Ravels frá árinu 1914 er eitt hans dáðasta verk og almennt talið meðal meistaraverka franskrar kammertónlistar á 20. öld. Hér hljómar verkið í umritun fyrir sinfóníuhljómsveit sem sjálfur aðalstjórnandi Sinfóníunnar, Yan Pascal Tortelier, gerði og sem hefur hlotið frábæra dóma víða um heim. Tónleikunum lýkur með hinu sígilda meistaraverki Bolero, þar sem sakleysislegt stef ferðast um alla hljómsveitina við tifandi slátt sneriltrommu.

 

Sumarnætur 13. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Sumarstemning ríkir á þessum tónleikum þótt farið sé að hausta. Hér hljómar hinn ljóðræni lagaflokkur Sumarnætur eftir Berlioz, sem margir telja eitt hans besta verk, ásamt fjörmiklum forleik Mendelssohns að Jónsmessunæturdraumi Shakespeares, sem tónskáldið samdi aðeins 17 ára gamall. Véronique Gens er fremsta sópransöngkona Frakklands um þessar mundir. Hún er fastagestur við óperuhús á borð við Covent Garden, Glyndebourne og Parísaróperuna, og söng fyrr á þessu ári með Berlínarfílharmóníunni við frábærar undirtektir. Nýjasti geisladiskur hennar var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone og tónlistarrýnir Guardian var sömuleiðis yfir sig hrifinn, sagði að söngur hennar væri „töfrandi“.

Seinni hluti tónleikanna er helgaður litríkri tónlist Richards Strauss. Á eftir serenöðu hans fyrir blásara hljómar hið mikilfenglega tónaljóð Tod und Verklärung (Dauði og uppljómun), þar sem lýst er þönkum listamanns á dauðastundu. Hér fær litríkur tónavefur Strauss að njóta sín bæði í tignarlegum hápunktum sem og í fíngerðustu stemningum hljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

 

Barnastund Sinfóníunnar 15. sep. 11:30 Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis

 

Þóra syngur Strauss 20. sep. 19:30 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Petri Sakari hefur verið einn helsti samstarfsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil og framlag hans til vaxtar hljómsveitarinnar er ómetanlegt. Í nóvember 2018 fagnar Petri sextugsafmæli sínu og um sama leyti eru liðin 30 ár frá því að hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, sem sannarlega var gæfuspor. Í tilefni af þessu tvöfalda afmæli stjórnar Sakari efnisskrá helgaða tveimur meisturum hljómsveitartónlistar: Pjotr Tsjajkovskíj og Richard Strauss.

Tónaljóð Strauss um skálkinn Ugluspegil er eitt hans dáðasta verk, hrein skemmtimúsík þar sem uppátæki sagnapersónunnar eru útlistuð með óborganlegum hætti. Fjórir síðustu söngvar voru síðasta verkið sem Strauss lauk við, kominn á níræðisaldur í rústum heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1948. Angurvær tónlistin hefur yfir sér rómantískan blæ og silkimjúkar sópranhendingarnar eru með því fegursta sem fest hefur verið á blað. Hér er það Þóra Einarsdóttir sem flytur verkið, en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta og dáðasta söngkona þjóðarinnar. Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er eitt af hinum glæsilegu hljómsveitarverkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á „örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.

 

Ungsveitin spilar Shostakovitsj 23. sep. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

 

Ari Eldjárn og Sinfó 28. sep. 19:30 Eldborg | Harpa 29. sep. 17:00 Eldborg | Harpa Kaupa miða

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ara Eldjárns á síðasta starfsári nutu geysilegra vinsælda. Uppselt var á þrenna tónleika í Eldborg og eftirspurn eftir miðum var slík að ákveðið var að endurtaka tónleikana í september 2018. Ari er ósvikinn gleðigjafi og hér fer hann með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni en kynnir einnig vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum, til dæmis úr vinsælum kvikmyndum síðustu áratuga. 

Hér hljóma meðal annars Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (sem margir þekkja úr myndinni The King's Speech), Dofrakonungs- kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (sem var notað með eftirminnilegum hætti í myndinni The Social Network) og Valkyrjureið Wagners sem gerði atriði úr Apocalypse Now ógleymanlegt. Á þessum uppistandstónleikum fléttast saman óborganleg kímnigáfa og meistaraverk tónlistarinnar svo að úr verður sannkölluð eðalskemmtun fyrir alla fjölskylduna. 

 

Fleiri tónleikar


Efst á baugi

Regnbogakort

Settu saman þína eigin tónleikaröð með 20% afslætti Kaupa Regnbogakort

Viðburðadagatal

maí 2018

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
29 30 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16
miðvikudagur
17
fimmtudagur
18
föstudagur
19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 1 2

Tryggðu þér áskrift að snilld

Nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið kynnt til leiks. Dagskráin á næsta starfsári verður fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna. Kynningarbæklingur hefur verið borinn í hús til áskrifenda og endurnýjun er hafin hér á sinfonia.is. 

ÁSKRIFTARAÐIR Regnbogakort  ENDURNÝJA