EN

10. október 2019

Beint streymi frá tónleikum

Beint myndstreymi var frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 10. október. Á tónleikunum lék Stephen Hough píanókonsert nr. 2 eftir Brahms ásamt því að hljómsveitin flutti sinfóníu nr. 6 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Han-Na Chang.

Ennþá er hægt að horfa á streymið á Youtube-rás hljómsveitarinnar.