EN

3. október 2022

Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníunnar 2022-2023

Auglýst er eftir þátttakendum í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2022-2023. Í Hljómsveitarstjóraakademíunni fá ungir og efnilegir stjórnendur leiðsögn í hljómsveitarstjórnun frá Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. 

Tíu umsækjendum verður boðið að taka þátt í Akademíunni og af þeim munu 4-6 fá tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í lok námskeiðsins í febrúar 2023.

Umsóknir eru opnar lengra komnum tónlistarnemendum sem hafa lokið miðstigi hið minnsta.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Tónlistarnám: stutt samantekt
  • Aðalhljóðfæri
  • Aldur
  • Reynsla af hljómsveitar- og/eða kórastarfi

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 fimmtudaginn 27.10.22. Vinsamlega sendið umsóknir á hjordis.astradsdottir.is. Í kjölfarið verður umsækjendum tilkynnt í pósti hverjir hafa komist að.

Akademían verður starfrækt frá 5.02.23-10.02.23 og hér má sjá nánara skipulag námskeiðsins.

Námsefni
Barber: Adagio fyrir strengi
Beethoven: Sinfónía nr. 1
Mozart: Forleikurinn að Don Giovanni