EN

19. september 2018

Ungsveitin tekin tali

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir er konsertmeistari Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Árni Daníel Árnason er fyrsti trompetleikari hennar. Þrátt fyrir ungan aldur – Sólrún er tuttugu og eins árs en Árni Daníel sautján ára – hafa bæði tekið þátt í starfi sveitarinnar í nokkur ár.  „Þetta er mikill skóli,“ segir Árni, „að fá að vera í þessu húsi, og spila á sama sviði og Sinfóníuhljómsveit Íslands, með sama hljómsveitarstjóra, í sal sem er þekktur um allan heim fyrir hljómgæði. Það er mikill heiður,“ bætir hann við.