EN

Hljóðfæraleikarar

Rósa Guðmundsdóttir

  • Deild: 1. fiðla
  • Netfang: rosahrund ( @ ) yahoo ( . ) com
Rósa Guðmundsdóttir stundaði nám við Barnamúsíkskólann í Reykjavík, Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar Richard-Strauss konservatorium í München. Hún var fastráðin við S.Í. að námi loknu, haustið 1980. Rósa hefur leikið með Hljómsveit Íslensku óperunnar, Nýju strengjasveitinni, Kammersveit Reykjavíkur, Kammersveit Langholtskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Auk þess er hún meðlimur í Júlí-strengjakvartettinum ásamt 3 vinnufélögum sem leika kammermúsík sér til ánægju og heilsubótar. Rósa hefur yndi af útivist, svo sem fjallgöngum, skíðum og skokki. Yoga, tai chi og bridge eru einnig ofarlega á lista yfir áhugamál. Dýrmætast af öllu finnst henni þó að hafa fengið að vera heilbrigð í 65 ár og eiga góða fjölskyldu og vini.