EN

Hljóðfæraleikarar

Ásgeir Steingrímsson

  • Deild: Trompet
  • Netfang: asgeirst ( @ ) simnet ( . ) is
Ásgeir Hermann Steingrímsson hóf tónlistarnám sitt á Húsavík en fór síðar í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan blásarakennaraprófi 21. árs að aldri og einleikaraprófi ári síðar undir handleiðslu Jóns Sigurðssonar. Einnig naut Ásgeir tilsagnar Lárusar Sveinssonar. Að námi hérlendis loknu var Ásgeiri veittur styrkur úr Friðrikssjóði og Menningarsjóði Kaupfélags Þingeyinga til frekara náms. Fór hann þá vestur um haf til New York, í The Mannes College of Music. Þar var aðalkennari hans John Ware, fyrsti trompetleikari Fílharmóníuhljómsveitar New Yorkborgar. Ásgeir er nú fastráðinn fyrsti trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands samhliða því sem hann er mjög virkur þátttakandi í flutningi kammertónlistar.