EN

Hljóðfæraleikarar

Anna Guðný Guðmundsdóttir

  • Deild: Píanó
  • Starfsheiti: leiðari
    í leyfi
  • Netfang: agg ( @ ) simnet ( . ) is

Anna Guðný Guðmundsdóttir brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem kennarar hennar voru Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal og Margrét Eiríksdóttir, en þangað kom hún úr Barnamúsíkskólanum þar sem Stefán Edelstein var kennari hennar. Hún hélt síðan til náms við Guildhall School of Music í Lundúnum og lauk þaðan Post Graduate Diploma. Hún hefur síðan starfað á Íslandi við margvísleg störf píanistans, í kammertónlist, meðleik og sem einleikari. Hún kemur reglulega fram á Listahátíð í Reykjavík og hefur m.a. leikið á tónlistarhátíðunum Reykjavík Midsummer Music og Reykholtshátíð. Hún er píanóleikari Kammersveitar Reykjavíkur, hefur ferðast víða með henni og leikið inn á geisladiska, en alls hefur hún leikið inn á um 30 diska með ýmsum listamönnum. Anna Guðný hefur auk þess leikið með Karlakór Reykjavíkur á vortónleikum þeirra í yfir 20 ár og leikur með hljómsveitinni Salon Islandus. Hún starfaði við tónlistardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun hennar 2001 til ársins 2005 þegar hún var fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í dag starfar hún einnig sem píanóleikari við Menntaskóla í tónlist. Anna hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut þau árið 2008 sem flytjandi ársins.