EN

Staða hornleikara

Umsóknarfrestur til 27. september 2024.

Hæfnispróf fer fram 5. nóvember 2024 í Hörpu.

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu hornleikara.

Hæfnispróf fer fram 5. nóvember 2024 í Hörpu.

Umsóknarfrestur til 27. september 2024.

Einleiksverk:

  1. Hermann Neuling – Bagatelle.
  2. Val um a. eða b:
    a) Fyrsti kafli úr Mozart, K. 417.
    b) Fyrsti kafli úr Mozart K. 495, án cadenzu.

Hljómsveitarpartar
Hljómsveitarpartar og nánari upplýsingar um hljómsveitarstaði verða sendar þátttakendum á rafrænu formi þegar umsókn hefur verið samþykkt, ásamt nánari upplýsingum um stað- og tímasetningu hæfnisprófs.

Umsóknarfrestur er til 27. september nk. Ekki er þörf á að fylla út umsóknareyðublað, nægilegt er að sækja um þátttöku með því að senda tölvupóst, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, til mannauðsstjóra á tölvupóstfangið starf@sinfonia.is.

Um starfið:
Um er að ræða 100% starfshlutfall almenns hornleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en samtals eru fimm hornleikarar í deildinni. Gerð er krafa um háskólamenntun í hljóðfæraleik. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra. Aðilar utan EES svæðis þurfa að sækja um atvinnuleyfi sem háð er samþykki Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Útlendingastofnunar.

Um hljómsveitina
Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit og var stofnuð árið 1950. Stöður fastráðinna hljóðfæraleikara eru 87. Hljómsveitin hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Við erum stolt af metnaðarfullu fræðslustarfi en árlega sækja þúsundir nemenda á öllum aldri hljómsveitina heim. Þá stendur hljómsveitin einnig fyrir margvíslegum fræðsluverkefnum til að leiða tónlistarnema inn í heim atvinnufólks. Eva Ollikainen hefur verið aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá árinu 2020. Heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands er Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra, starf@sinfonia.is, (sími 891 9141).