EN

Staða píanóleikara laus til umsóknar

Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2023

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu píanóleikara með skyldu á selestu og hljómborð.

Hæfnispróf fer fram 30. maí 2023 í Hörpu. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu píanóleikara með skyldur á selestu og hljómborð.

Hæfnispróf fer fram 30. maí 2023 í Hörpu.

Einleiksverk:

Píanó sónata eftir W. A. Mozart, (1. kafli) í D-dúr k 576, í C-moll k 457 eða í F-dúr k 533/494.

Einleiksverk:

Píanó sónata eftir W. A. Mozart, (1. kafli) í D-dúr k 576, í C-moll k 457 eða í F-dúr k 533/494.

 

Hljómsveitarpartar úr eftirfarandi verkum:

Píanó

Anna S. Þorvaldsdóttir: Aeriality.

S. Prokofiefiev: Sinfónía nr. 5.

D. Shostakovich: Sinfónía nr. 5.

I. Stravinsky: Petrúska.

I. Stravinsky: Sinfónía í þremur þáttum.

Selesta

B. Bartok: Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu.

P. Tsjaikovsky: Hnotubrjóturinn (Variation de-la Fée-Dragée, Apothéose og Finale).

J. Williams: Hedwig's Theme úr Harry Potter svítu.

Kammertónlist

J. Brahms: Píanó kvintett í f-moll, op. 34, 1. kafli: Allegro non troppo.

Hljómsveitarpartar og nánari upplýsingar um hljómsveitarstaði verða sendar þátttakendum á rafrænu formi þegar umsókn hefur verið samþykkt, ásamt nánari upplýsingum um stað- og tímasetningu hæfnisprófs.

Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2023. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Dagrúnar Hálfdánardóttur mannauðsstjóra, með tölvupósti á starf@sinfonia.is.

Um starfið:

Um er að ræða 100% starfshlutfall sem píanóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands með skyldur á selestu og hljómborð frá 1. ágúst 2023. Gerð er krafa um háskólamenntun í hljóðfæraleik. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna haustið 2023. Aðilar utan EES svæðis þurfa að sækja um atvinnuleyfi sem háð er samþykki Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Útlendingastofnunar.

Um hljómsveitina:

Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit og var stofnuð árið 1950. Stöður fastráðinna hljóðfæraleikara eru 87. Hljómsveitin hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Við erum stolt af metnaðarfullu fræðslustarfi en árlega sækja þúsundir skólabarna á öllum aldri hljómsveitina heim. Þá stendur hljómsveitin einnig fyrir margvíslegum fræðsluverkefnum til að leiða tónlistarnema inn í heim atvinnufólks. Eva Ollikainen hefur verið aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá árinu 2020. Heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands er Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra, starf@sinfonia.is, (sími 891 9141).