EN

Staða uppfærslumanns í víóludeild

Hæfnispróf verður haldið 13. janúar 2021 í Hörpu.


Einleiksverk:

 

  1. 1. og 2. kafli úr konsert eftir Hoffmeister (D-dúr) eða Stamitz (D-dúr) með kadensu.
  2. 1. kafli úr konsert eftir Bartók eða Walton eða Hindemith Der Schwanendreher.
  3.   Einn kafli úr sólóverki eftir Bach, Reger eða Hindemith.

 

 

Hljómsveitarpartar verða aðgengilegir þátttakendum að minnsta kosti tveimur vikum fyrir hæfnispróf.  Þátttakendur fá senda hljómsveitarparta á rafrænu formi og nánari

upplýsingar um staðsetningu.

 

Umsóknir

 

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2020. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur (starf@sinfonia.is). 

 

Metið verður hverjum verður boðið til þátttöku og verður þeim sent boð skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn svo fremi sem þeir hafi háskólamenntun í hljóðfæraleik. Umsóknarfrestur kann að verða framlengdur. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Um starfið

 

Um er að ræða 100% starfshlutfall sem uppfærslumaður í víóludeild hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna janúar 2021. Aðilar utan EES svæðis athugið að sækja þarf um atvinnuleyfi sem háð er samþykki FÍH (Félag íslenskra hljómlistarmanna) og Útlendingastofnunar.

 

Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri Una Eyþórsdóttir (starf@sinfonia.is) í síma 8985017.