EN

Græn stefna

Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og vinnur markvisst að því að auka sjálfbærni í starfsemi sinni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) setur sér markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfis – og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. SÍ vill leggja sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamkomulagsins sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Umhverfis- og loftslagsstefna

Umhverfis– og loftslagsstefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands er rýnd árlega af stýrihópi umhverfismála SÍ þar sem yfir- og undirmarkmið eru uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára.

Umhverfis- og loftslagsstefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Innkaupastefna

Innkaupastefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands er byggð á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup frá 2021. Innkaupastefnan nær til starfsemi hljómsveitarinnar. Í innkaupastefnunni er skýr framtíðarsýn um framsækin og sjálfbær innkaup sem taka mið af umhverfis- og loftslagssjónarmiðum. 

Innkaupastefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2023-25

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er væntanleg hér á vefinn. 

Grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir 

Árið 2023 kom út grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir sem var unninn í samvinnu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, DEOO - samtök sinfóníuhljómsveita í Danmörku, BARC Scandinavia og Bæredygtigt Kulturliv NU. Leiðarvísirinn var styrktur af Augustinusfonden, Aage og Johanne Louis-Hansen Fonden og Nordisk Kulturfond. Græni leiðarvísirinn er hugsaður sem verkfæri fyrir sinfóníuhljómsveitir og aðrar menningarstofnanir á vegferð þeirra til meiri sjálfbærni og umhverfismeðvitundar.

Hér má nálgast leiðarvísinn.

Kolefnisjöfnun 2020-2023

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur kolefnisjafnað alla starfsemmi sveitarinnar frá árinu 2020 með skógrækt hjá Kolviði. 

Vottorð 2023 - 1.298 tonn CO2