EN

Vínartónleikar

Nýárstónleikar Sinfóníunnar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
10. jan. 2019 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.500 - 8.800 kr.
11. jan. 2019 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 3.500 - 8.800 kr.
12. jan. 2019 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.500 - 8.800 kr.
12. jan. 2019 » 19:30 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.500 - 8.800 kr.
Tónleikakynning » 10. jan. kl. 18:00

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast meðal annars vinsælar óperettuaríur og dúettar, Heut' nacht hab' ich geträumt von dir eftir Kálman, sem hefur óvænt slegið í gegn á Íslandi á seinni árum við textann „Ég er kominn heim“. Af öðrum atriðum má nefna Kampavínsgalopp sem áhorfendur RÚV þekkja úr gamansömu tónlistarmyndbandi sem jafnan er sýnt á nýársnótt. Samkvæmisdansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við frábærar undirtektir bæði í Hollandi og hér heima. Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við Óperuna í Leipzig en var áður fastur söngvari við Óperuhúsið í Linz og söng þar fjölmörg helstu hlutverk óperubókmenntanna. Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen hefur stjórnað víða um heim og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada.

Fyrir tónleikana og í hléi verður hægt að hlýða á tónlistarflutning í Hörpuhorni með Matta Kallio, Kjartani Valdemarssyni og Hauki Gröndal.

Sækja tónleikaskrá