EN

Tónskáldaspjall

Anna Þorvaldsdóttir - staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 31. jan. 2019 » 18:30 Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Um viðburðinn

    Opið spjall á undan tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum þar sem hljómsveitin flytur m.a. verkið Metacosmos eftir Önnu.

  • Tónskáld

    Anna Þorvaldsdóttir

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir tónskáldaspjalli við Önnu Þorvaldsdóttur í tilefni af frumflutningi á Íslandi af verkinu Metacosmos á tónleikum hljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum. Verkið var pantað af Fílharmóníuhljómsveitinni í New York og frumflutt undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl síðastliðnum. Verkið hlaut lofsamlega dóma meðal annars frá gagnrýnendum The New York Times og New York Classical Review.

Metacosmos er þegar komið á efnisskrá hjá mörgum helstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveit Berlínar, Sinfóníuhljómsveitinni í San Francisco, Fílharmóníusveit Helsinki og Sinfóníuhljómsveitinni í Winnipeg. Þetta er einstakt tækifæri til að fá að kynnast tónskáldinu og fá innsýn í tilurð Metacosmos.

Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, ræðir við Önnu Þorvaldsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.