EN

Aðrar tónleikaseríur

Fyrirsagnalisti

Aðventa og nýár með Sinfóníunni

Hátíðahöld Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefjast að vanda á Aðventutónleikum þar sem flutt er tónlist eftir Bach og Mozart. Síðustu helgi fyrir jól er efnt til fernra Jólatónleika fyrir alla fjölskylduna þar sem hátíðleikinn ræður ríkjum. Nýju ári verður fagnað á Vínartónleikum en þeir eru með allra vinsælustu tónleikum sveitarinnar. 

Einleikarar í fremstu röð

Hver stjarnan á fætur annarri mætir til leiks á næsta starfsári. Þar má nefna fiðlustjörnuna Janine Jansen, fiðluleikarinn Leila Josefowich leikur á tvennum tónleikum og Baiba Skride. Píanistarnir Hélène Grimaud, Behzod Abduraimov og Paul Lewis sækja Ísland heim auk fjölda annarra glæsilegra einleikara.

Kaupa Regnbogakort

Víkingur hjá Sinfóníunni

Víkingur Heiðar mun leika Píanókonsert nr. 24 eftir Mozart á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands 30. nóvember og 1. desember.

Vinafélag Sinfóníunnar stendur fyrir opnum fyrirlestri með Víkingi þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20:00 í Eldborg. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Stórbrotið og spennandi

Ómissandi á Regnbogakortið fyrir þá sem vilja stórbrotna og kröftuga sinfóníutónleika. Hér má finna Sálmasinfóníu Stravinskíjs, Myndir á sýningu, Hetjulíf eftir Strauss, Svo mælti Zaraþústra og Upprisusinfóníu Mahlers á Listahátíð.

Kaupa regnbogakort

 

Yan Pascal Tortelier
aðalhljómsveitarstjóri

Yan Pascal Tortelier tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðasta starfsári. Núna á öðru starfsári sínu hjá hljómsveitinni stjórnar hann sjö fjölbreyttum tónleikum. 

Hægt er að kaupa Regnbogakort með Tortelier-seríunni og þannig fylgjast með hljómsveitinni vaxa undir stjórn hans.

Kaupa Regnbogakort

Íslenska röðin

Íslensk tónlist og íslenskir einleikarar og söngvarar í fremstu röð á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stefán Ragnar Hörskuldsson leikur Flautukonsert Iberts, Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Mozart og Arvo Pärt á starfsárinu og frumflutt verða verk eftir íslensk tónskáld og ber þar hæst frumflutning á Eddu II - Líf guðanna eftir Jón Leifs.

Kaupa Regnbogakort