EN

Dimmalimm og Svanavatnið - AFLÝST

Tónleikunum hefur verið aflýst

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
14. mar. 2020 » 14:00 - 15:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr. Aflýst
14. mar. 2020 » 16:00 - 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.600 - 3.000 kr. Aflýst
  • Efnisskrá

    Atli Heimir Sveinsson Dimmalimm
    Pjotr Tsjajkovskíj Úr Svanavatninu
    Atli Heimir Sveinsson Kvæðið um fuglana

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

  • Kynnir

    Trúðurinn Barbara

  • Kór

    Gradualekór Langholtskirkju

  • Dansarar

    Nemendur úr Listdansskóla Íslands

Samkomubann hefur verið sett á hérlendis vegna kórónuveirunnar og tekur það gildi aðfaranótt mánudags. Í ljósi þessa hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands einnig ákveðið að aflýsa fjölskyldutónleikunum laugardaginn 14. mars. Athugið að miðahafar geta fært aðgöngumiða sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar síðar á þessu starfsári, henti það ekki er hægt að fá miðann endurgreiddan í miðasölu Hörpu. Nánar hér.

Listmálarinn Muggur, Guðmundur Thorsteinsson, samdi ævintýrið um Dimmalimm árið 1921 handa lítilli frænku sinni þegar hann var á siglingu á Miðjarðarhafinu. Ævintýrið er meðal helstu gersema listamálarans og hann málaði gullfallegar myndir með sögunni sem tónleikagestir njóta meðan á flutningi tónlistarinnar stendur. Tónlist Atla Heimis Sveinssonar við verkið skipaði sér strax í flokk helstu djásna íslenskra tónverka. Nú verður það flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt kórstúlkum úr Gradualekór Langholtskirkju og dönsurum úr Listdansskóla Íslands.

Það er við hæfi á þessum ljúfu og fallegu tónleikum að fylgja Dimmalimm úr hlaði með völdum þáttum úr Svanavatninu eftir Tsjajkovskíj. Rússneski dansinn, Dans litlu svananna og fleiri þættir munu gleðja tónleikagesti í túlkun nemenda Listdansskóla Íslands. Þessum sannkölluðu ævintýratónleikum lýkur á Kvæðinu um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson.

Kynnir og sögumaður tónleikanna er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur, og hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.