EN

Fjögur horn og flautukonsert

Dagsetning Staðsetning Verð
5. nóv. 2020 » 20:00 Eldborg | Harpa 2.600 - 8.100 kr.
Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Kaija Saariaho Aile du songe, flautukonsert
  Béla Bartók Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu
  Robert Schumann Konzertstück fyrir fjögur horn og hljómsveit

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikarar

  Áshildur Haraldsdóttir flauta
  Stefán Jón Bernharðsson horn
  Asbjørn Ibsen Bruun horn
  Joseph Ognibene horn
  Frank Hammarin horn

Horndeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands er feykisterkur hópur frábærra tónlistarmanna og nú gefst fágætt tækifæri til að heyra þá í sviðsljósi einleikarans, í Konsertstykki fyrir fjögur horn eftir Robert Schumann. Þetta er glæsileg tónsmíð sem sýnir hornaflokkinn í sínu allra besta ljósi.

Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu er lykilverk á ferli Béla Bartóks, samið árið 1936. Það hefur verið kallað „ein fullkomnasta tónsmíð sem Bartók samdi“ og sagt að það spanni þær andstæður sem gera list hans svo hrífandi: „það er frumstætt og fágað, villt og hamið, kyrrlátt og ógnvekjandi, alvarlegt og spaugilegt“. 

Einnig hljómar á tónleikunum glitrandi flautukonsert eftir Kaiju Saariaho, sem er eitt fremsta tónskáld samtímans. Hún samdi verkið, sem útleggst sem Draumvængur á íslensku, innblásin af fuglasöng í sínum ýmsu myndum, en einnig af sögum frumbyggja í Ástralíu. Verkið hefur fengið frábæra dóma og er almennt talið einn mikilvægasti flautukonsert síðustu áratuga.

Miðaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.