EN

Klassíkin okkar

Heimur óperunnar

 • 1. sep. 2017 » 20:00 Eldborg | Harpa 2.400 - 4.500 kr.
 • HorfaHlusta
 • Efnisskrá

  Georges Bizet Carmen, forspil
  Gaetano Donizetti Una furtiva lagrima úr Ástardrykknum
  George Gershwin Summertime úr Porgy og Bess
  Pjotr Tsjajkovskíj Aría Gremíns úr Evgení Onégin
  Georges Bizet Votre toast úr Carmen
  Leo Delibes Blómadúettinn úr Lakmé
  Giuseppe Verdi Va, pensiero, þrælakórinn úr Nabucco
  Giacomo Puccini O mio babbino caro úr Gianni Schicchi
  Giacomo Puccini Nessun dorma úr Turandot
  Henry Purcell When I am laid in earth úr Dídó og Eneas
  W.A. Mozart Aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni
  W.A. Mozart Pa-pa-gena…Pa-pa-geno úr Töfraflautunni
  Antonín Dvorák Söngur til mánans úr Rusölku
  Richard Wagner Pílagrímakórinn úr Tannhäuser
  Pietro Mascagni Intermezzo úr Cavalleria rusticana
  Georges Bizet Au fond du temple saint úr Perluköfurunum
  Georges Bizet Habanera úr Carmen
  Giuseppe Verdi Libiamo ne’ lieti calici úr La traviata

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einsöngvarar

  Þóra Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Suzanne Fischer, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson

 • Kórar

  Kór Íslensku óperunnar
  Óperukórinn í Reykjavík
  Karlakór Kópavogs

Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV í samvinnu við Íslensku óperuna til netkosningar þar sem allir landsmenn gátu valið eftirlætis óperuaríurnar sínar. Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem haldnir voru í fyrrahaust vöktu mikla hrifningu og nú verður leikurinn endurtekinn með áherslu á óperutónlist. Hægt var að velja úr lista með vinsælum aríum eða tilnefna aðrar. Þau tónverk sem voru hlutskörpust munu hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar sem um leið er upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Þátttaka í kosningunni fór fram úr björtustu vonum og hlutskarpasta arían var Habanera úr Carmen, sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mun flytja. 

Alls koma tíu einsöngvarar fram á tónleikunum: Þóra Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Suzanne Fischer, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson. Með þeim syngja Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, og Karlakór Kópavogs og Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hljómsveitarstjóri tónleikanna.

Kynnar eru Oddný Halla Magnúsdóttir og Guðni Tómasson en tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. 

Sækja tónleikaskrá